Glært hreint smurlakk fyrir málm, plast, gúmmí og fleira.
- Til smurningar á stöðum þar sem olía og feiti hefðu dregið í sig óhreinindi.
- Efnið verður að filmu sem aðeins er 10 mikron sem aftur leyfir notkun í mjög fín verk.
- Heldur smureiginleikum þó hlutur/tæki sé ekki notað mjög lengi.
- Þol gegn vatni, bensíni, lút og sýru.
- Má nota sem mótafeiti í plast-vinnslu og í sprautuklefum
- Til notkunar í sóllúgur bíla, stóla, hurðalamir, gluggalamir, húsgögn, innréttingar (hurðir og skúffur), rennibrautir, legur og rafmagnsrofa.
Hitaþol frá -180°C til 240°C.
Snertiþurrktími 5-10 mín. við +20°C. Fullþurt eftir 30 mín. við sama hita.
Varúð:
- Inniheldur Tólúen 30-60%.
- Mjög eldfimt.
- Hættulegt að anda að sér.
- Brúsinn geymist best á vel loftræstum stað.
- Haldið brúsanum frá stöðum þar sem mikils hita eða elds er von.
- Ekki reykja við notkun.
- Efnið má ekki komast í niðurföll.
- Gerið ráðstafanir til að koma í veg fyrir stöðurafmagn.