Öflug tæringarvörn fyrir lokuð rými
Langvarandi vörn með háa smýgni sem verndar jafnvel erfiðustu svæði gegn ryðmyndun.
- Smýgur vel inn í samskeyti og þröng svæði og veitir hámarksvörn.
- Vatnshrindandi eiginleikar sem koma í veg fyrir raka og ryðmyndun.
- Öruggt fyrir flest lakk-, gúmmí- og plastyfirborð.
- Góð hitamótstaða og sveigjanleiki við lágt hitastig.
- Hágæða tæringarvörn með litlu rokgjarnu lífrænu efnainnihaldi (VOC-reduced).
- Mjög hátt hlutfall fastra efna tryggir góða nýtingu.
Notkun:
Hristið brúsann vel fyrir notkun. Best er að nota efnið við hitastig á bilinu +10°C til +30°C. Berið á með þrýstikúpmálningarbyssu og viðeigandi úðaslöngu, annaðhvort beint eða í gegnum rör eftir þörfum. Mælt er með vinnuþrýstingi 6 bar.
Athugið:
Eftir notkun skal snúa brúsa á hvolf og úða þar til stúturinn er tæmdur til að koma í veg fyrir stíflu.