Fljótandi málmur er tveggja þátta viðgerðarefni sem hentar vel fyrir málmiðnað og viðhaldsstörf þar sem tími og áreiðanleiki skipta máli.
Eftir herðingu líkist efnið málmi í styrk og eiginleikum, og má svarfa, bora og slípa. Efnið hentar vel í minni viðgerðir og lekaþéttingu, rennur ekki af og auðvelt er að bera það á með spaða – einnig á lóðrétta fleti.
• Sambærilegur eiginleikum málms eftir herðingu
• Blöndunarhlutfall 1:1 – auðvelt að blanda rétt
• Rennur ekki – hentar lóðréttum flötum
• Hægt að svarfa, fræsa, bora, þræða og slípa
• Hentar fyrir viðgerðir á málmi og keramik
• Án leysiefna og auðvelt í notkun
Notkun:
Yfirborð skal vera hreint, þurrt og fitulaust. Blandið jafnt magn af hluta A og B og berið á strax með spaða.
Nánari upplýsingar má finna í tækniblaði vörunnar.