Mínar síður

Viðskiptakjör Würth á Íslandi ehf

Gjalddagi er 10. dagur næsta mánaðar eftir úttekt og eindagi þann 20. Eftir eindaga fellur á vanskilagjald. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga, ef greiðsla hefur ekki borist á eindaga. Viðskiptareikningnum verður lokað við vanskil.

Öll vara samkvæmt reikningi þessum er eign Würth á Íslandi ehf, þar til hún er að fullu greidd ásamt vöxtum og kostnaði.

Athugasemdir verða að berast innan sjö daga frá útskrift reiknings ella telst reikningurinn réttur.

Vöruskil skulu vera í heilum umbúðum og varan skal vera í upprunalegu ástandi.

Skilaréttur fæst aðeins gegn framvísun nótu.

Útprentun reikninga er í einriti og er það afhent viðskiptavini strax við afhendingu á vörum. Samrit er alltaf hægt að fá útprentað og sent í faxi eða í tölvupósti til viðskiptavina.

Í lok mánaðar prentum við út ítarlegt reikningsyfirlit með greiðsluseðlinum, þar sem öll vörukaup koma fram.

Við vonumst til að þessi háttur verði til tímasparnaðar fyrir okkur og viðskiptavini okkar með skilvirkara kerfi.

Ef viðskiptavinir vilja festa vinnuleiðbeiningar fyrir innheimtuferli, á vöruafhendingu eða umsjón reikninga vinsamlegast hafið samband við innheimtu í síma 530 2010.

 

 

 

Orsy skilmálar

Orsy innréttingarnar eru lánaðar viðskiptavinum til að einfalda lagerhald og umsjón.
Þær eru eingöngu til nota fyrir söluvörur Würth á Íslandi.
Þar sem þær eru á umsjónarsvæði viðskiptavina eru þær á hans ábyrgð.

Við bendum viðskiptavinum á að hafa þær með í tryggingamati á innbúi.