Mínar síður

ORSY®mat WEIGHT sjálfsafgreiðsluskápur með vigtunarkerfi

ORSY®mat WEIGHT skynjar útteknar vörur með því að nota innbyggða vigt sem tengist hverju hólfi fyrir sig til að sækja upplýsingar um núverandi birgðastöðu. Þessi tækni gerir kleift að sækja einstaka hluti óháð umbúðaeiningu, auk þess að sækja marga hluti samtímis, rétt eins og í venjulegum vöruskápum. Eftir að vörur eru teknar úr hólfi er sjálfsafgreiðsluskáp lokað og þá telur stjórnkerfið sjálfkrafa allt birgðahaldið á örskotsstundu og les núverandi birgðastöðu. Vigtunarhólfin eru í mismunandi stærðum og gera því kerfið hentugt til að halda utan um nánast öll efni og aðföng. Hægt er að koma fyrir stærri vigtunarhólfum í ORSY®mat WEIGHT til þess að hýsa stærri hluti eins og hlífðarfatnað, stóra slípidiska og margt annað.

Helstu kostir fyrir þig:

  • Þú ert alltaf með þínar Würth vörur á lager hjá þér
  • Pöntunarkerfið er sjálfvirkt
  • Þú stjórnar hverjir hafa aðgang að skápnum á þínum vinnustað
  • Þú sérð hver tekur hvað úr skápnum

 

Smelltu hér til þess að skoða ORSY® mat WEIGHT bæklinginn