Uppskeruhátíð Fylkis

Á uppskeruhátíð knattspyrnufólks Fylkis laugardagskvöldið 30. september, var framkvæmdarstjóra Würth á Íslandi ehf, Haraldi Leifssyni, afhent knattspyrnuskyrta áletruð af leikmönnum og þjálfarateymi meistaraflokks Fylkis með þökk fyrir stuðninginn á árinu.
Formaður knattspyrnudeildar Fylkis, Þórður Gíslason afhenti Haraldi skyrtuna.
Würth þakkar fyrir sig sömuleiðis og óskar meistaraflokki karla hjá Fylki til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í Inkasso deildinni 2017!

1