Mínar síður

Laus störf hjá Würth á Íslandi

Sölustjóri

Würth á Íslandi óskar að ráða reynslumikinn og árangursdrifinn
sölustjóra. Leitað er að kröftugum og söludrifnum einstaklingi
með árangursríka reynslu af sölustjórnun.
Starf sölustjóra felst í að tryggja að sölumarkmiðum sé náð
í samræmi við áherslur og stefnu fyrirtækisins. Sölustjóri ber
ábyrgð á að sölumenn fyrirtækisins séu með þá söluþjálfun og
þá þekkingu á söluvörum fyrirtækisins sem þarf til að þjónusta
viðskiptavini eins faglega og hægt er. Sölustjóri ber ábyrgð
á að allir sölumenn fyrirtækisins veiti frábæra þjónustu og
viðhaldi þannig núverandi viðskiptasamböndum og afli nýrra
viðskiptavina.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

 • Skipuleggja sölusvæðin og hafa umsjón með og stýra sölu
  sölumönnum fyrirtækisins.
 • Skipulagning og umsjón með núverandi viðskiptatengslum
  og öflun nýrra
 • Skipulagningu og umsjón með viðburðum og kynningum
 • Móta sölustefnu fyrirtækisins í samráði við framkvæmdastjóra
 • Taka þátt í markaðsetningu á vörum og þjónustu fyrirtækisins
 • Þátttaka í áætlana-, tilboðs- og samningagerð

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Árangursrík reynsla af sölustjórnun
 • Frumkvæði, drifkraftur, útsjónarsemi
 • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og hæfni í mannlegum
  samskiptum
 • Sjálfstæð vinnubrögð og hæfileiki til hópvinnu
 • Góð almenn tölvukunnátta, sérstaklega í Excel
 • Góð færni í að tala og skrifa íslensku og ensku

Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2022.
Með umsókninni þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf og
sendist til haraldur[hjá]wurth.is. Farið verður með allar fyrirspurnir
sem trúnaðarmál.