Mínar síður

Würth völlurinn

Würth völlurinn

Í dag var undirritaður samstarfssamningur á milli knattspyrnudeildar Fylkis og Würth á Íslandi ehf. Samningurinn er til tveggja ára og mun heimavöllur Fylkis bera nafnið Würth völlurinn ásamt því að merki Würth verður áfram á keppnistreyjum meistaraflokka Fylkis, bæði hjá körlum og konum.

Würth á Íslandi ehf tók þá stefnu fyrir tveimur árum að styrkja það íþróttafélag sem er í nágrenni við höfuðstöðvar þess sem er Fylkir, og hefur gert það mjög myndarlega síðan, Würth óskar bæði knattspyrnukonum og körlum Fylkis velfarnaðar á næstu árum.
ÁFRAM FYLKIR!