Mínar síður

Würth Open 2019

Würth Open 2019

Föstudaginn 17 maí fór fram Würth open 2019.
Golfmót Würth með viðskiptavinum, mótið fór fram í Mosfellsbæ, nánar tiltekið að Blikastöðum hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, vel var mætt í mótið og voru vegleg verðlaun frá Würth í boði fyrir þá sem fóru á kostum.

Punktakeppnina vann Sveinn Sigurðsson með 39 punkta.
Í öðru sæti var Hallbjörn Valgeir Rúnarsson með 37 punkta, Atli Rúnar Steinþórsson varð svo þriðji með 36 punkta en fleiri punkta á seinni, jafn honum var Hlynur Stefánsson með færri á seinni.

Í höggleik fór Svanþór Laxdal á kostum og vann með 75 höggum,færri höggum á seinni 9 en Arnar Sigurbjörnsson var jafn honum.

Nándarverðlaun:
Á 3. braut var það Sigmar Gunnarsson með 296 cm
Á 7. braut var það Georg Júlíusson með 51 cm
Á 15. braut, Óðinn Kr með 462 cm
og á 18. braut var það Svanþór Laxdal með 234 cm.

Bestu nýtingu vallar átti Þorvaldur Kjartansson.

Við þökkum öllum sem mættu og áttu með okkur skemmtilegan dag.