Mínar síður

Reinhold Würth 85 ára

Reinhold Würth 85 ára

Í dag er Prófessor Reinhold Würth 85 ára!

Reinhold Würth fæddist í Öhringen í Þýskalandi fyrir 85 árum, þann 20. apríl 1935. Þegar hann var 10 ára fylgdist hann með því þegar faðir hans stofnaði heildsölu með skrúfum og róm eftir seinni heimsstyrjöldina. Fjórum árum síðar varð hann fyrsti starfsmaður og lærlingur hjá Adolf Würth GmbH & Co. KG. 17 ára kláraði hann lærlingsstöðu sína og nám sitt.

Eftir að hafa starfað í tvö ár hjá fyrirtæki föður síns eftir nám var komið að mikilli áskorun. Faðir hans lést árið 1954, aðeins 45 ára að aldri og Reinhold tók við rekstri fyrirtækisins aðeins 19 ára gamall. Hann lauk sínu fyrsta rekstrarári með sölu upp á rúmlega 80.000 evrur. Uppbygging Þýskalands á þeim tíma hjálpaði þessum unga manni og þessu unga fyrirtæki í sölu á allskyns festingum.

Reinhold Würth áttaði sig snemma á því að lykillinn að velgengni lá í örum vexti með því að kafa djúpt ofan í kenningar á sölu og útrás. Árið 1962 fór hann út fyrir Þýskaland og stofnaði fyrsta dótturfyrirtæki Würth í Hollandi.

Stuttu eftir það uppgötvaði hann ást sína á list og eignaðist hann sitt fyrsta vatnsmálverk sem var eftir Emil Nolde. Í dag telur Würth listasafnið hans meira en 18.000 verk og eru flest þeirra til sýnis í 14 söfnum og listagalleríum víðsvegar um Evrópu.

Eftir að hann stofnaði sitt fyrsta dótturfyrirtæki í Hollandi hélt fyrirtækið áfram að vaxa næstu 25 árin. Frá 1987 hefur fyrirtækið verið til staðar í öllum fimm heimsálfunum og er nú talið leiðandi í sölu á samsetningar og festingarefnum með meira en 400 fyrirtæki í yfir 80 mismunandi löndum með rúmlega 78.500 starfsmönnum. Árssalan stökk úr aðeins fimm stafa sölutölum frá fyrsta ári í rúma 14 milljarða evra árið 2019.

Árið 1987 fetaði Reinhold Würth nýja braut ásamt eiginkonu sinni Carmen, þau stofnuðu Würth foundation í þeim tilgangi að efla verkefni sem tengjast vísindum, rannsóknum, list, menningu, menntun og þjálfun.

Alls stjórnaði Reinhold Würth fjölskyldufyrirtækinu í 40 ár og gerði það að alþjóðlegu fyrirtæki. Árið 1994 dró hann sig úr daglegum rekstri og tók við starfi formanns ráðgjafanefndar Würth grúppunnar. Hann afhenti dóttur sinni, henni Bettinu Würth þessa sömu stöðu árið 2006.

Á tíma sínum sem formaður ráðgjafanefndar var hann skipaður sem prófessor við háskólann í Karlsruhe (TH) vegna framúrskarandi árangurs hans sem frumkvöðull.

Í dag heldur hann áfram að leiðbeina fyrirtækinu sem hann hefur byggt upp á lífsleiðinni sem heiðurformaður ráðgjafanefndar og sem formaður bankaráðs Würth Group.

Við óskum Reinhold Würth innilega til hamingju með daginn!