Mínar síður

Auður Linda er harðasti iðnaðarmaður Íslands

Auður Linda er harðasti iðnaðarmaður Íslands

Þá eru úrslitin komin í ljós og eftir rúmlega 10.000 atkvæði er það hún Auður Linda Sonjudóttir sem hlýtur titilinn “harðasti iðnaðarmaður Íslands 2017”.
Hún fékk um 43% atkvæða og rúllaði upp keppninni. Auður starfar hjá Bernhard.

Auður Linda hlaut í verðlaun auk titilsins,

inneign að verðmæti 150.000 kr hjá Würth og birgðir af Bola.
Í öðru sæti var José Antonio Rodriguez, verðlaun fyrir annað sætið voru 100.000 kr inneign hjá Würth og birgðir af Bola.
Þriðja sætið hlaut Óskar Guðjón Óskarsson, hann fékk í verðlaun 75.000 kr inneign hjá Würth ásamt birgðum af Bola.

Við þökkum öllum fyrir þátttökuna, sem og við þökkum X-inu 977 og Bola fyrir samstarfið enn eitt árið.
Þá er bara að setja sig í gírinn fyrir harðasta iðnaðarmann Íslands 2018.

Hér má sjá myndband frá síðastliðnu föstudagskvöldi þegar úrslitin voru kynnt.