Mínar síður

 

KÆRI VIÐSKIPTAVINUR


Við, hjá Würth á Íslandi, erum að gera allt til þess að koma þeim
vörum sem þú þarft til þín eins fljótt og mögulegt er, á þessum tímum
COVID 19 veirunnar.


Birgðastaða okkar er mjög sterk og gefur okkur tækifæri til að
afgreiða langstærstan hluta af þeim vörum sem við bjóðum upp á í
okkar vörulínu, bæði frá vöruhúsi og í verslunum okkar. Aðgengi
okkar að vörum frá móðurfélaginu í Þýskalandi er enn gott, þrátt fyrir
þennan faraldur sem skekur heiminn og vonandi heldur það áfram.

Við getum boðið upp á að sérpanta vörur sé óskað eftir því. Við
höfum ekki lent í neinum teljandi töfum á afgreiðslu vörusendinga í
vöruhús okkar, þrátt fyrir hert eftirlit alls staðar í ferlinu.


Allar okkar verslanir eru opnar, vefverslunin á www.wurth.is er
aðgengileg og svo er alltaf hægt að hafa samband við 530 2000
eða ykkar sölufulltrúa, hvort sem er í síma eða tölvupósti. Við
heimsækjum eingöngu þá viðskiptavini sem við höfum ráðfært okkur
við og óska eftir heimsókn. Við fylgjum að sjálfsögðu öllum
varúðarráðleggingum sóttvarnarlæknis.


Við óskum þér alls hins besta á þessum sérstöku tímum og við erum
hérna fyrir þig.


Bestu kveðjur


STARFSFÓLK
WÜRTH Á ÍSLANDI