Öryggisdagur Würth 2017
Öryggisdagur Würth var haldinn í fyrsta sinn í morgun.
Fjölmargir viðskiptavinir komu og hlustuðu á fyrirlestur frá Trygve Tveitnes, key account manager frá Sundström tala um mikilvægi andlitsgríma og Styrmi Sigurðsson, yfirmann sjúkraflutninga á suðurlandi útskýra á mannamáli aðstæður, sjúkrabúnað og verklag sjúkraflutningsmanna.
Einnig fór Jóhann Rúnar Guðbjarnason vörustjóri Würth á Íslandi yfir okkar breiðu vörulínu í persónuhlífum, vettlingum, öryggisgleraugum, öryggisskóm, heyrnahlífum og fleira.
Synileikafatnaður er einnig stór vöruflokkur í okkar vörulínu og með nýjum vörum eins og fallvarnarbúnaði þá erum við tilbúin að takast á við harðar kröfur okkar viðskiptavina.
Við þökkum þeim sem komu og hlökkum til næsta öryggisdags.
Hér að neðan má sjá myndir frá morgninum.