Hunter

Hunter

Würth á Íslandi ehf fer með umboð á Íslandi fyrir Hunter tæki og vörur.

Um Hunter:

Árið 1936 tók marga daga að hlaða bílarafgeyma. Lee Hunter Jr. taldi að það væri betri leið og árið 1936 fann hann upp fyrsta hraðhleðslutækið, Kwikurent. Varan fór á markað og seldist hún hraðar heldur en hann náði að framleiða hana, og upp frá því var Hunter Manufacturing Company stofnað.

Hunter

Eftir að hafa þjónað Bandaríkjaher í nokkur ár í seinni heimstyrjöldinni sneri Lee Hunter Jr. aftur heim og opnaði fyrirtækið á ný undir nafninu Hunter Engineering árið 1946 í Clayton, Missouri.

Næstu áratugi stækkaði fyrirtækið og mun fleiri tæki bættust við. Um 1964 gerði fyrirtækið samning við Ford bílasmiðjurnar um að vera eini birginn þeirra með vélar og
sá samningur stendur enn þann daginn í dag.

Árið 1976 opnaði önnur smiðja fyrirtækisins í Durant í Mississippi vegna aukinnar sölu, framleiða þurfti fleiri og fleiri tæki.

Upp úr 1980 kom tölvutæknin í tækin.

Árið 1986 opnar þriðja smiðja fyrirtækisins í Raymond í Mississippi til að anna aukinni eftirspurn á Hunter tækjum.

1991 opnar svo fjórða smiðjan í St. Louis.

1992 opnar Truck Safety Center í Bridgeton í Missouri í Bandaríkjunum sem er ætluð hönnun og þróun á tækjum sem snúa að stærri bílum, flutningabílum og þess háttar.

Árið 1992 samdi Hunter við Microsoft og varð þá WinAlign Globe Screen formlega skjátæknin sem notuð er við Hunter vélarnar og stendur það enn í dag.

Árið 2004 tók svo samband þýskra bílasmiðja til þeirra ráða að nota aðeins Hunter tæki í sínum umboðum, það er að segja í Wolkswagen, Audi, Mercedes Benz og BMW
umboðunum.

Árið 2011 opnaði svo Hunter útibú í Beijing í Kína til þess að koma vörumerkinu betur inn í örstækkandi bílamarkað Kínverja.

www.weightsaver.com

Hér er hægt að nálgast þjálfunarsetur Hunter á Youtube…

Hér má sjá vídeókynningu af Hunter Engineering Company