Harðasti iðnaðarmaðurinn 2016 – ÚRSLIT

Þá er leiknum lokið og Würth, X977 og Boli hafa fundið sigurvegara, það er hún Halldóra Þorvarðardóttir sem bar sigur úr bítum.

Halldóra er 74 ára og hefur verið að vinna sem blikksmiður í yfir 30 ár og ekkert farin að hugsa um að hætta. Hún var einnig fyrsta kona á Íslandi sem keyrði strætó. Ásamt því að vera duglegasta manneskja sem til er og með stærri “byssur” en margir að þá er hún besta amma í heiminum.

Melkorka María Guðmundsdóttir hreppti annað sætið og Ágúst Flóki Þorsteinsson það þriðja.

Hér má sjá Harald Leifsson framkvæmdastjóra Würth og Róbert H. Hnífsdal Halldórsson sölu og markaðsstjóra Würth með henni Halldóru.

15068887_1172474406163317_1196374667293193360_o

Hér má sjá fleiri myndir og myndband frá viðburðinum.